gisting | staðurinn

Nordic Natura býður upp á þrjú glæsileg 25 m2 stúdíóhús innréttuð á hlýlegan og heimilislegan máta. Húsin eru byggð til að hýsa allt að tvo. Þó er í húsunum þægilegur svefnsófi ef börn eru með í för. Í hverju húsi er sérbaðherbergi með sturtu. Í alrýminu er eldhúsinnrétting með öllum nauðsynlegum áhöldum, ísskáp, helluborði,uppþvottavél og örbylgjuofni ásamt litlu eldhúsborði og stólum. Tveggja sæta svefnsófi er til taks fyrir börnin.

Í húsi nr. 1 er hjónarúm 160×200 cm. Í húsi nr. 2 og 3 eru tvö 90×200 cm rúm. Úti er góður 25 m2 sólpallur með húsgögnum og gasgrilli.

Í sátt við náttúruna. Við leggjum áherslu á náttúrulegar lausnir Öll sængur- og koddaver ásamt handklæðum eru úr 100% Fair traid lífrænni bómull. Lífræn, náttúruleg sturtusápa og uppþvottalögur ásamt heimagerðri Sælusápu úr sveitinni (saelusapur.is) eru í húsunum til afnota fyrir gesti. Þegar húsin eru þrifin er eingöngu notast við náttúrulegar sápur.

Húsin standa við nyrðsta barm ásbyrgisveggjana vestan við eyjuna í Ásbyrgi. Þaðan er stórkostlegt útsýni til allra átta. Hvort sem þú ætlar þér að njóta miðnætursólarinnar, norðurljósanna, útivistar, kyrrðar eða náttúru, þá ertu á réttum stað.

Nordic Natura er fullkomin staðsetning fyrir dagsferðir og úr mörgu er að velja. Mikið úrval af gönguleiðum er á svæðinu, bæði styttri og lengri. Vinsamlegast spyrjið starfsfólk okkar eða heimsækið Gljúfrastofu (gestastofa þjóðgarðsins í Ásbyrgi) fyrir frekari upplýsingar og/eða kort.