Ganga með leiðsögn á Geflu á Melrakkasléttu

Tímabil: 1. júní – 31. ágúst
Vegalengd: um 10 km
Áætlaður tími: 3 – 4 klt.
Hækkun: U.þ.b. 280 metrar.

Verð: 18.000 krónur á mann (lágmark tvær persónur)
12.000 á mann ( 3 – 4 persónur)
Gerum tilboð í stærri hópi
Fyrirspurnir og bókanir berist til info@nordicnatura.is

Gefla er u.þ.b. 280 metra hátt móbergsfjall sem varð til á seinni hluta síðustu ísaldar, fyrir meira en 10.000 árum síðan.
Einhverntíman í fortíðinni hefur orðið gríðarleg sprenging í austurhlið Geflu sem skildi eftir sig einstakt landslag sem er bæði fallegt, dularfullt og gefur ímyndunaraflinu mikið rými.

Komið með í leiðsagða hringferð upp og í kringum fjallið þar sem hægt er njóta útsýnissins á meðan leiðsögumaður segir ykkur frá ýmsu sem fyrir augu ber, fjær og nær.

Mikilvægar upplýsingar:
1. Nauðsynlegt er að vera í miðlungsgóðri gönguæfingu fyrir þessa ferð. Nauðsynlegt er einnig að búa við gott jafnvægi vegna lausamalar ofan á móberginu.

2. Vegna lausamalar á móberginu er nauðsynlegt (skylda) fyrir hvern og einn að hafa með göngustafi til stuðnings. Góðir, stamir skór eru líka mikilvægir.
Mögulegt er að leigja göngustafi. Leiga er 1.000 krónur á parið.

3. Nauðsynlegt er að klæða sig eftir aðstæðum. Það getur verið vindasamt og kalt svo það er betra að vera í fötum sem hægt er að taka af sér, frekar en að þurfa aukaföt sem ekki eru til staðar.

4. Gott (nauðsynlegt í 3-4 klt) er að hafa með sér léttan bakpoka með vatni og léttu nesti / orkugjafa.

5. Ef börn eru með í för er nauðsynlegt að þau séu vön lengri göngum.
Börn yngri en 18 ára eru ávallt á ábyrgð foreldra eða forráðamanna sinna.

6. Ef aðstæður skyndilega breytast vegna t.d. veðurs, áskiljum við okkur rétt til að aflýsa ferð með litlum eða engum fyrirvara.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í gegnum info@nordicnatura.is

Most Recent Projects