Útreiðatúrar með Nordic Natura

Nordic Natura býður upp á fjölbreyttar reiðleiðir sem henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hestaleigan er opin frá 15. júní – 15. ágúst. Fyrir ferðir utan þess tíma vinsamlegast skrifið okkur á info@nordicnatura.is
Hér fyrir neðan getur þú séð og lesið þér til um þær ferðir sem eru í boði.
Vinsamlegast lesið skilmálana og nánari upplýsingar neðst á síðunni áður en pöntun er gerð.

Útreið 1: Inn í Ásbyrgi

Komdu með okkur í útreiðartúr inn í Ásbyrgi þar sem við fylgjum einstaklega fallegum reiðstíg vestan megin við eyjuna. Stígurinn leiðir okkur meðfram stórfenglegum klettaveggjum gljúfursins þar sem við þræðum okkur til skiptis í gegnum mólendið og birkiskóginn sem einkennir einmitt þetta svæði. Inni í gljúfrinu við gamla íþróttavöllinn förum við af baki þar sem þú færð tækifæri til að ganga lengra inn og njóta náttúrufegurðarinnar allt um kring.

Henta: Öllum
Lágmarks aldur: 10 ára
Lengd ferðar: 1,5 – 2 klst.
Verð: 10.000 kr. (16 ára+) 7.500 kr. (10 – 15 ára)

Útreið 2:  Á toppi Ásbyrgisgljúfurs

Komdu með okkur í einstaka upplifun. Ferð okkar liggur í gegnum hinn gríðarfallega Meiðavallaskóg sem leiðir okkur meðfram og ofan á vesturbrún klettaveggjanna alla leið suður að botni Ásbyrgisgljúfurs. Þar förum við af baki og njótum hins stórkostlega útsýnis sem opnast til norðurs. Þar gefst okkur líka tækifæri til að skoða gamla farveg Jökulsár á Fjöllum sem eitt sinn flóði þarna niður og mótaði þetta stórfenglega gljúfur.

Hentar: Öllum
Lágmarksaldur: 10 ára (Börn 17 ára og yngri verða að vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni).
Lengd ferðar: 1,5 – 2 klst.
Verð: 10.000 kr. (16 ára +) 7.500 kr. (10 – 15 ára)

Útreið 3: Á toppi tilverunnar

Komu í ógleymanlega ferð með okkur í gegnum tímann. Ferð okkar liggur í gegnum hinn gríðarfallega Meiðavallaskóg sem leiðir okkur meðfram og ofan á vesturbrún klettaveggjanna alla leið suður að botni Ásbyrgisgljúfurs. Þar förum við af baki og njótum náttúrusmíðanna og hins stórfenglega útsýnis sem opnast til norðurs yfir gljúfrið.
Ferð okkar heldur svo áfram til suðurs meðfram gamla árfarvegi Jökulsár á Fjöllum sem eitt sinn flóði þar niður og mótaði þetta stórkostlega gljúfur. Áfram höldum við til suðurs að Bjargardal, ekki langt frá Rauðhólum í Vesturdal þar sem við förum af baki og njótum náttúru og útsýnis. Að lokum höldum við aftur til norðurs þar sem við fylgjum svo öðrum slóða inn og í gegnum Meiðavallaskóg heim á hlað.

Við mælum með því að þú takir með þér smá nesti og drykk fyrir daginn. Hnakktöskur eru innifaldar í ferðinni.

Hentar: Öllum með reynslu af lengri útreiðartúrum.
Lágmarksaldur: 15 ára (Börn 17 ára og yngri skulu vera í fylgd foreldris eða forráðamanns)
Lengd ferðar: 4,5 – 5 klst.
Verð: 24.000 kr.

Útreið 4: Melrakkaslétta – Ferðalag um nyrstu strandlengju Íslands

Við leggjum af stað frá Nordic Natura við Ásbyrgi með hestakerru og ökum sem leið liggur 50 km norður á nyrsta sauðfjárbú Íslands, Reistarnes sem staðsett er 15 km norðan við Kópasker. Þar leggjum við á og hefjum ferðina.
Við ríðum meðfram stórskorinni strandlengjunni þar sem skiptast á svartur sandur og grjótfjörur þar sem rekaviður alla leið frá Síberíu liggur dreifður um land og strönd.
Góðar líkur eru á að sjá seli svamlandi í sjónum stutt frá landi.
Við tökum smá pásu við eyðibýlið Kílsnes og njótum náttúrunnar áður en við höldum til baka.

Hentar: Öllum
Lágmarksaldur: 10 ára
Lengd útreiðar: 1,5 – 2 klst.
Aksturstími: 2×45 mínútur
Verð: 25.000 kr. (16 ára +) 18.750 kr. (10 – 15 ára í fylgd með fullorðnum)

Útreið 5: Melrakkaslétta – Meðfram fjöru og fjalli

Við leggjum af stað frá Nordic Natura við Ásbyrgi með hestakerru og ökum sem leið liggur 50 km norður á nyrsta sauðfjárbú Íslands, Reistarnes sem staðsett er 15 km norðan við Kópasker. Þar leggjum við á og hefjum ferðina.
Við ríðum meðfram stórskorinni strandlengjunni þar sem skiptast á svartur sandur og grjótfjörur þar sem rekaviður alla leið frá Síberíu liggur dreifður um land og strönd.
Góðar líkur eru á að sjá seli svamlandi í sjónum stutt frá landi.
Við tökum smá pásu við eyðibýlið Kílsnes og njótum náttúrunnar. Þaðan höldum við í austur eftir slóða sem leiðir okkur að vegamótum Núpskötlu og þjóðvegar 870. Þaðan höldum við í vestur meðfram fjallinu Geflu og Leirhafnarfjöllum alla leið heim í Reistarnes aftur.

Við mælum með því að þú takir með smá nesti fyrir ferðina. Hnakktöskur eru innifaldar í túrnum.

Hentar: Öllum með töluverða reynslu af lengri útreiðum
Lágmarksaldur: 15 ára
Tími ferðar: 2,5 – 3 klst.
Aksturstími: 2×45 mínútur
Verð: 30.000 kr.

Vinsamlegast athugið!

Fyrir hverja útreið tökum við okkur örfáar mínútur til að fara yfir öryggisreglur er varða hestinn og útreiðina.

Við útvegum:
*Reiðhjálm (öryggishjálm)
*Hnakktöskur fyrir nestið þitt í ferðir 3 og 5.

Vinsamlegast athugið að allar ferðir eru án undantekningar háðar veðurskilyrðum þar sem veður getur breyst með stuttum fyrirvara.
Við áskiljum okkur þann rétt að aflýsa ferð fyrirvaralaust ef við sjáum fram á að veðrið geti haft áhrif á öryggi gesta okkar sem og hesta.

Vinsamlegast athugið að allar ferðir eru háðar framboði. Vinsamlegast athugið með framboð og pantanir með að lágmarki dags fyrirvara.

Vinsamlegast klæðið ykkur viðeigandi og eftir veðri. T.d. er gott að vera með buff á höfðinu undir hjálminum og nauðsynlegt er að hafa fingravettlinga meðferðis því vont er að verða fingrakaldur í reiðtúr.

Fyrir pantanir og/eða fyrirspurnir: info@nordicnatura.is

Most Recent Projects