um okkur

Nordic Natura er staðsett á jörðinni Meiðavöllum í Kelduhverfi.  Jörðin stendur á barmi Ásbyrgis við enda stóru veggjanna sem einkenna einmitt þennan stórkostlega stað. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á jörðinni og er áframhaldandi verkefni næstu ára. Fyrirtækið Heimahagar ehf var stofnað í desember 2017 og er Nordic Natura rekið undir merkjum þess. Eigendur þess eru Ágústa Ágústsdóttir og Kristinn B. Steinarsson.